Á Haustþingi Þjóðfræðistofu, laugardaginn 13. september verður mikið um dýrðir. Þá mun Kristinn Schram forstöðumaður funda með fagráði sínu Hólmavík og halda kynningu á fræðasetrinu fyrir alla áhugasama. Að því loknu mun Dr. Cliona O’Carroll flytja erindi um gerð þjóðfræðilegra útvarpsþátta en Cliona er lektor við Háskólann í Cork á Írlandi og situr í fagráði Þjóðfræðistofu. Þjóðfræðistofa er rannsóknarstofnun og fræðasetur sem starfrækt er á Ströndum og sinnir rannsóknum og miðlun á landsvísu. Fyrirhugað er að hún verði sjálfbær vinnustaður háskólamenntaðra starfsmanna sem hafa menntun í íslenskum fræðum, þjóðfræði, sagnfræði og miðlun menningarsögu.
um íslenska þjóðfræði og margvíslegum samvinnuverkefnum á sviði
þjóðfræði, menningar og lista.
Á meðal fjölbreyttra verkefna þjóðfræðistofu eru rannsóknir á ímynd Íslendinga, matarmenningu og gerð heimildamyndar um slóðir Gísla sögu Súrssonar. Jafnframt kemur Þjóðfræðistofa að upplýsingamiðstöð um íslenska þjóðtrú og þjóðfræði, þar sem veittar eru upplýsingar og fyrirspurnum svarað frá fjölmiðlum, listamönnum, stofnunum og einstaklingum, bæði hér á landi og erlendis frá.
Allar frekari upplýsingar gefur Kristinn Schram – netfang kristinn@akademia.is .
Cliona O’Carroll