22/11/2024

Urð og grjót að dýrindis grasbrekku

Í sólinni og góða veðrinu í morgun hitti fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is þá Stefán Jónsson og Sigurð Marinó starfsmenn Strandabyggðar, þar sem þeir voru að þökuleggja brekkuna fyrir neðan skólaleikvöllinn á Hólmavík. Þeir sem framhjá fóru tylltu sér á vegginn fyrir neðan og fylgdust með aðgerðum og hægt og sígandi er svæði þar sem áður var urð og grjót að verða hin fegursta grasbrekka. Þökur og skít komu Ingólfur, Steinar Ingi og Þórður með og var þessi líka indælis ilmur þarna í brekkunni. Auk þess að lagfæra skólalóðina og leikvöllinn sjálfan í sumar, stendur til að ljúka við að ganga frá þakkassanum á skólanum, eftir því sem Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri upplýsti á skólanefndarfundi í vetur.

Skólabrekkan

frettamyndir/2008/580-skolabrekka.jpg

Men at work – ljósm. Ásdís Jónsdóttir