31/10/2024

Menningarstyrkjum úthlutað á Hólmavík

Það var sannkölluð hátíðarstemmning í Félagsheimilinu á Hólmavík sumardaginn fyrsta, en þar úthlutaði Menningarráð Vestfjarða styrkjum sínum við formlega athöfn. Þessi styrkúthlutun var sú fyrri á þessu ári, en aftur verður úthlutað í október. Við athöfnina voru flutt erindi í tilefni af úthlutun Menningarráðsins og opnun Þróunarseturs á Hólmavík, auk þess sem Leikfélag, Grunnskólinn og Tónskólinn buðu upp á skemmtiatriði. Samtals voru veittir styrkir til 47 verkefna að þessu sinni, samtals að upphæð 17,6 milljónir og fóru nokkrir þeirra á Strandir til ólíkra og skemmtilegra verkefna. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá athöfninni og lista yfir styrkþega.

A

Fjölmenni var við úthlutunina. Í ræðupúltinu má sjá Jón Jónsson, menningarfulltrúa Vestfjarða.

Hálsaskógarbandið í fullum herklæðum.

atburdir/580-menningarstyrkir1.jpg

Gunnar Hallsson formaður Menningarráðs Vestfjarða afhenti styrkvilyrði ásamt menningarfulltrúanum.

atburdir/580-menningarstyrkir2.jpg

Þorgeir Pálsson, nýlega ráðinn framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, hélt stutta tölu í tilefni opnunar Þróunarseturs á Hólmavík.

atburdir/350-menningarstyrkir.jpg

Menningarráð Vestfjarða, f.v. Arnar Jónsson, Dagbjört Hjaltadóttir, Gerður Eðvarsdóttir, Sveinn Valgeirsson, Ólína Þorvarðardóttir og menningarfulltrúinn Jón Jónsson. Efst trónir síðan Gunnar Hallsson formaður, en Leifur Ragnar Jónsson átti ekki heimangengt frá Patreksfirði.

Ánægðir styrkþegar á sviðinu í félagsheimilinu ásamt Menningarráði.

Eftirtalin verkefni fengu styrki frá Menningarráði Vestfjarða:

Eitur í æðum (Í einni sæng ehf) – 1.500.000
Kvikmyndaefni fyrir Skrímslasýningu (Félag áhugamanna um Skrímslasetur) – 1.000.000
Hönnun Kistunnar í Trékyllisvík (Strandagaldur ses) – 750.000
Búskapur á Ströndum – upptökur og miðlun á sjónrænum heimildum (Sauðfjársetur á Ströndum) – 750.000
Leiklistarhátíðin Act alone 2008 (Kómedíuleikhúsið) – 700.000
Afmæli Tónlistarfélags Ísafjarðar – Tónlistardagurinn mikli (Tónlistarfélag Ísafjarðar) – 700.000
Stuttmyndakeppni á Ísafirði (Úlfur Þór Úlfarsson) – 500.000
Skjaldborg08 (Geir Gestsson) – 500.000
Tónlistarhátíðin og masterklassarnir Við Djúpið 2008 (Félagið Við Djúpið) – 500.000
Sjóræningjar á plani (Leikfélag Patreksfjarðar) – 500.000
Uppbygging Vatnsfjarðar sem minjastaðar (Súðavíkurhreppur) – 500.000
Listviðburðir í Edinborgarhúsi (Edinborgarhúsið) – 500.000

Grásleppu- og nytjasetur Stranda á Drangsnesi (Félag áhugafólks um stofnun Grásleppuseturs á Drangsnesi) – 400.000
Uppsetning Lister vélasafns (Sandborg ehf) – 400.000
Steinshús (Steinshús sjálfseignarstofnun) – 400.000
Búvélasafnið á Grund í Reykhólasveit (Unnsteinn H. Ólafsson og félagar) – 400.000
Hafstraumar 2008 (Hafstraumar) – 400.000
Súgandi – heimildamynd (Ljósop ehf) – 400.000
Ljósmyndasafn Vestur-Barð. og sumarsýningin Atvinnulíf liðinnar aldar (Ljósmyndasafn Vestur-Barð) – 400.000
Sumarið í Hömrum 2008 (Tónlistarfélag Ísafjarðar) – 400.000
Saga frumkvöðla í Bolungarvík (Við Djúpið ehf) – 300.000
Ljóðlist á myndrænan hátt (Eva Ísleifsdóttir, Monika Frycova, Jón Þórðarson og Gallerie Dynjandi) – 300.000
Leitin að Gísla: heimildamynd um slóðir Gísla sögu Súrssonar (Þjóðfræðistofa) – 300.000
Steinöld – leiksýning (Kómedíuleikhúsið) – 300.000
Þjóðsagnadagskrá (Leikfélag Hólmavíkur) – 300.000
„Breaking the barriers.“ Alþjóðleg heimildamyndahátíð og ráðstefna á Ísafirði (Safn Jóns Sigurðssonar, Hrafnseyri) – 300.000
Steinn Steinarr – málþing og útgáfa myndskreytts ljóðaheftis (Gagnvegur) – 300.000
„Hér býr ánægjan.“ Sýning um skáldkonuna Höllu á Laugabóli (Guðfinna M. Hreiðarsdóttir) – 250.000
Kvæðaperlur úr Kaldrananeshreppi (Bryggjuhátíð á Drangsnesi, Kaldrananeshreppur) –  250.000
Kaþólskir Vestfirðir í fortíð og nútíð (Vestfirðir á miðöldum) – 250.000
Saga „Þorpsins“ Patreksfjarðar í máli og myndum (Kaffi- og veitingastofan Þorpið) – 250.000
Sauðfé í sögu þjóðar. Þýðing sýningartexta á ensku og þýsku (Sauðfjársetur á Ströndum) – 250.000
Matur og menning á suðursvæði Vestfjarða (Skiptá, félag áhugafólks um menningu og sögu) – 250.000
Gísla saga Súrssonar í myndum (Marsibil G. Kristjánsdóttir) – 250.000

Steinn Steinarr – 100 ára minning (Félag um Snjáfjallasetur) – 200.000
Kaldalón og Kaldalóns – sýning á Ísafirði (Félag um Snjáfjallasetur) – 200.000
Merkingar á menningarminjum í Hveravík við Steingrímsfjörð (Strandagaldur ses) – 200.000
Fólkið úr fjöllunum (Vagna Sólveig Vagnsdóttir) – 200.000
Strandir og Strandamenn í bókmenntum (Héraðsbókasafn Strandasýslu) – 200.000
Leiklistarnámskeið fyrir unglinga (Ylfa Mist Helgadóttir) – 200.000
Búningasafn og áhaldasafn Leikfélags Hólmavíkur (Leikfélag Hólmavíkur) – 200.000
Ferð án fyrirheits (Sögur útgáfa) – 200.000
Hólar og Dalir – myndlistarverkefni (Björn Samúelsson) – 150.000
Þátttaka Hátíðarkórs T. Í. í tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands (Tónlistarskóli Ísafjarðar) – 100.000
Flutningur Jóhannesarpassíunnar eftir Bach í  „ör“útgáfu í Ísafjarðarkirkju á föstudaginn langa (Tónlistarskóli Ísafjarðar) – 100.000
Leikföng, skart og klæði fyrr á dögum (Þjóðbúningafélag Vestfjarða) – 100.000
Uppsetning á sýningu á Harmonikkusafni Ásgeirs S. Sigurðssonar (Byggðasafn Vestfjarða) – 100.000

 Ljósm. Hildur Guðjónsdóttir