22/11/2024

Íbúafundur vegna aðalskipulags Strandabyggðar

Elstu íbúar StrandabyggðarÍbúafundur verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík miðvikudaginn 16. apríl kl. 19:30 vegna gerðar aðalskipulags Strandabyggðar. Fulltrúar frá Landmótun sf. verða á fundinum og eru íbúar sveitarfélagsins hvattir til að mæta og koma áliti sínu á framfæri. Á fundi Umhverfisnefndar Strandabyggðar í mars 2007 kom fram að enn væri eftir að gera aðalskipulag fyrir Strandabyggð, en þó væri búið að vinna skipulag fyrir Kirkjubólshrepp fyrir sameiningu sveitarfélaganna en eftir var að samþykkja það. Gera þyrfti aðalskipulag fyrir Strandabyggð í heild.

Á fundi Byggingar-, skipulags og umferðarnefndar Strandabyggðar í mars 2007 gerði nefndin síðan að tillögu sinni að kannaður yrði kostnaður yrði fyrir Strandabyggð við gerð aðalskipulagsins og gerð kostnaðaráætlun og síðan farið í þessa framkvæmd. Í júlí var síðan erindi frá Landmótun sf. lagt fram til kynningar í sömu nefnd og í september 2007 var samþykkt hugmynd að vinnuáætlun Landmótunar um gerð skipulagsins og hvatt til að farið yrði af stað með vinnuna hið fyrsta.