Þegar áætlunarflugvél Flugfélagsins Ernis var í lendingu á Gjögurflugvelli í gær sprakk á nefhjóli vélarinnar TF-ORD. Frá þessu segir á fréttavefnum www.litlihjalli.it.is. Að sögn eina farþegans sem var með vélinni var lendingin verið mjúk, en hann skyldi ekkert í því hvað flugmennirnir stoppuðu vélina fljótt. Að sögn flugmanna var aldrei nein hætta á ferðum og sagði annar flugmanna að þetta væri eitthvað sem alltaf gæti skeð. Losaðar voru vörur úr nefgeymslum vélarinnar og vélin síðan dregin upp á flughlað. Önnur vél kom síðan með tvo flugvirkja til að skipta um nefhjólið.
TF-ORD er 9 farþega af gerðinni Cessna 406 Caravan II.