Litlu-jólum Grunnskólans á Hólmavík lauk í dag með jólaballi þar sem hin gríðarlega öfluga jólaballahljómsveit Grunntónn á Hólmavík lék fyrir göngu í kringum jólatré. Grunntónn er skipuð sjö kraftmiklum hljóðfæraleikurum og söngvurum á Hólmavík og er Victor Örn Victorsson skólastjóri umboðsmaður sveitarinnar. Þegar fjörið stóð sem hæst mætti síðan hópur jólasveina á ballið og gekk í kringum jólatré með gestum skemmtunarinnar og útdeildu nýtíndum mandarínum við mikinn fögnuð. Allt eins og vera ber á jólaballi.
Stórsveitin Grunntónn á jólaballinu í dag – Ljósm. Jón Jónsson