22/11/2024

Ljósmynda-keppninni Göngur og réttir að ljúka

Nú er komið að síðustu metrunum í ljósmyndakeppninni Göngur og réttir á Ströndum 2007. Það er Sauðfjársetur á Ströndum og vefurinn strandir.saudfjarsetur.is sem standa fyrir keppninni, en í hana hefur borist fjöldi góðra mynda frá ýmsum ljósmyndurum. Enn er nóg pláss í pósthólfinu saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is fyrir fleiri myndir og eru ljósmyndarar sem hafa verið á ferðinni í göngum og réttum á Ströndum hvattir til að senda inn framlag í keppnina. Síðasti dagurinn til að senda inn myndir er sunnudagurinn 18. nóvember. Hér fyrir neðan gefur að líta örlítið brot af myndum sem borist hafa nú þegar:

J

Verið að reka fé til Kjósarréttar. Ljósm. Snorri Torfason.

Gunnar Númason dregur lamb í Skeljavíkurrétt. Ljósm. Ingibjörg Benediktsdóttir.

saudfjarsetur/580-smalamyndir2.jpg

Svellkaldir karlar í krapinu. Ljósm. Árni Þór Baldursson.

saudfjarsetur/580-smalamyndir3.jpg

Birkir í Tungu berst við lamb í Kirkjubólsrétt. Ljósm. Ásdís Jónsdóttir.

saudfjarsetur/580-smalamyndir5.jpg

Oddur Kári Ómarsson með óþægt hrútlamb í Skarðsrétt. Ljósm. Ragnheiður Guðbrandsdóttir.

Lamb sem gat ekki meir og lagðist til hvíldar á Hvalsárdal. Ljósm. Jón Pálmar Ragnarsson.

 Efsta myndin í fréttinni er af Jóni Stefánssyni á Broddanesi á alvöru smalagræju.
Ljósm. Ásgeir Andri Karlsson.