22/11/2024

Rafmagnsleysi í Árneshreppi

Miklar rafmagnstruflanir voru í Árneshreppi á Ströndum frá því rúmlega fjögur í gær og fram undir sex, en þá fór rafmagnið alveg norðan við Kjós, líklega vegna sjávarseltu á spennum og tengimannvirkjum að því er segir á www.litlihjalli.it.is. Rafmagnið tolldi inni um Trékyllisheiði og í Djúpavík. Starfsmenn Orkubúsins á Hólmavík fóru norður til viðgerða, en hvassvirði var í Árneshreppi í gær. Komst straumur á aftur á tíunda tímanum í gærkvöld. Sunnan Hólmavíkur varð oftsinnis vart við verulegt spennufall í gær, en rafmagn tolldi inni.