22/11/2024

Myndir frá Reykhóladegi

Reykhóladagurinn var haldinn hátíðlegur um síðustu helgi og var mikið um dýrðir í tilefni dagsins. Þar skemmtu heimamenn sér með gestum sínum og var dágóður hópur Strandamanna mættur í gleðskapinn. Ýmsar sýningar voru á dagskránni, vöffluveisla var í Hlunnindasafninu, báturinn Vinfastur sem nýverið var lokið við smíðina á var til sýnis á Bátasafninu og Grettislaug átti 60 ára afmæli og var terta í tilefni dagsins. Gamlar dráttarvélar sem gengið hafa í endurnýjun lífdaga voru teknar út og farinn rúntur um svæðið. Um kvöldið var síðan hlunnindaveisla sem vel yfir 200 manns sátu, þar skemmti Björgvin Frans Gíslason og brá sér í líki fjölda tónlistarmanna. Á eftir spiluðu Skógarpúkarnir fyrir dansi.

1

bottom

reykholasveit/350-reykholadagur1.jpg

reykholasveit/580-reykholadagur9.jpg

reykholasveit/580-reykholadagur7.jpg

reykholasveit/580-reykholadagur4.jpg

reykholasveit/580-reykholadagur5.jpg

reykholasveit/580-reykholadagur2.jpg

reykholasveit/580-reykholadagur1.jpg

Í Reykhólasveit á Reykhóladaginn – Ljósm. Jón Jónsson