Á heimasíðu Strandagaldurs hefur verið settur upp nýr flokkur sem kallast Gestir vikunnar. Þar birtast viðtöl við valda gesti á galdrasýningunum á Hólmavík og Bjarnarfirði. Fyrstu viðmælendurnir koma frá Þýskalandi og heimsóttu sýninguna í fyrradag. Þau ætluðu síðan að halda áfram með einhverjum ráðum norður í Árneshrepp og fara þar í gönguferðir. Gestagangur hefur verið góður þessa fyrstu viku á Galdrasafninu á Hólmavík í sumar og gestir verið að megninu til erlendir ferðamenn. Kotbýli kuklarans opnar með sumaropnun þann 15. júní, eftir rétta viku. Hægt er að lesa um gesti vikunnar á heimasíðu Strandagaldurs með því að smella hér.