Tónskólanum og Grunnskólanum á Hólmavík var slitið í dag við hátíðlega athöfn í Hólmavíkurkirkju og 10. bekkingar útskrifaðir úr skólanum á sama tíma. Hafþór Þórhallsson sem hefur kennt við skólann í 12 vetur lætur af störfum við skólann í vor og var kvaddur með virktum. Jafnframt voru afhent verðlaun fyrir námsárangur í 10. bekk sem Agnes Jónsdóttir og Bjarnveig Ólafsdóttir skiptu bróðurlega með sér og fengu tvær viðurkenningar hvor. Auk þess voru afhentar viðurkenningar í ólíkum aldurshópum fyrir framfarir, ástundun og jákvætt hugarfar. Þær fengu Sylvía Bjarkadóttir í 9. bekk, Arna Margrét Ólafsdóttir í 7. bekk og Gunnar Már Jóhannsson í 3. bekk. Lárus Orri Eðvarðsson fékk viðurkenningu fyrir tónskólanámið.
Nemendur Tónskólans saman komnir
10 nemendur í 10. bekk kveðja Grunnskólann
Sylvía fékk viðurkenningu og einnig Arna Margrét en ekki náðist góð mynd af þeirri síðarnefndu
Gunnar Már með viðurkenninguna sína
Hafþór Þórhallsson var hlaðinn gjöfum
Ingibjörg Emilsdóttir með kveðjukort til Hafþórs frá starfsfélögum – skopmynd af honum sjálfum
10. bekkur kveður umsjónarkennarann með hópknúsi
Ljósm. Ester Sigfúsdóttir