22/11/2024

Sjómannadagurinn á Drangsnesi

Sjómannadagurinn næstkomandi sunnudag verður haldinn hátíðlegur á Drangsnesi líkt og undanfarin ár. Mun dagskráin hefjast kl. 13:00 með skemmtisiglingu frá bryggjunni. Klukkan 16:00 mun séra Sigríður Óladóttir vera með helgistund við minnismerkið og að henni lokinni mun fólk safnast saman við samkomuhúsið Baldur. Þar sem mun m.a. verða glímusýning, farið í leiki, auk þess sem fulltrúar Kaldrananeshrepps munu draga út stangir í Bjarnafjarðará fyrir íbúa hreppsins. Að sjálfsögðu verður síðan  kveikt upp í grillinu þar sem grilluð verða læri og pylsur.