Bílvelta varð norðanmegin í Bjarnafjarðarhálsi í gær um klukkan 18:00 þegar ungt par með eitt barn í bílnum valt á leiðinni frá Hólmavík í Bjarnarfjörð. Þau sluppu ótrúlega vel miðað við ástands bílsins, aðeins skrámuð og marin, en barnið slapp vel frá þessum hremmingum. Bílstjórinn kom verst út úr veltunni með glerbrot í hári og höndum. Láni í óláni var að annað barn var ekki með í bílnum í þessari tilteknu ferð, en það hefði setið þar bíllinn fór verst út úr veltunni.
Ljósm. Árni Þór Baldursson, Odda