25/11/2024

Ný heimasíða fyrir Hótel Djúpavík

Þann 24. maí var opnuð ný heimasíða fyrir Hótel Djúpavík á vefslóðinni www.djupavik.is. Á henni er fjöldinn allur af nýjum myndum og allt útlit mjög breytt. Höfundur síðunnar er Claus von Sterneck sem einnig hefur tekið megnið af þeim myndum sem á síðunni eru. Enskur texti er skrifaður af Malcolm Holloway og íslenskur texti af Evu Sigurbjörnsdóttur. Einnig er búið að setja niður atburði sumarsins á Hótel Djúpavík og fylgja þeir hér að neðan.

Atburðir í Djúpavík í sumar:

15. og 16. júní 2007
Ragnheiður (Heiða í Unun) gestur okkar. Hún mun verða með tónleika um helgina, nánar auglýst síðar.

24. júní 2007
kl. 14 – 1. Kaffihlaborðið – Fyrsta Kaffihlaðborð sumarsins
Kaffi og kökur – velkomin! 

8. júlí 2007
kl. 14 – 2. Kaffihlaborðið
Kaffi og kökur – verið velkomin!

22. júlí 2007
kl. 14 – 3. Kaffihlaborðið
Kaffi og kökur – verið velkomin!

5. áugust 2007
kl. 14 – 4. Kaffihlaðborðið
Kaffi og kökur – verið velkomin!

19. til 21. ágúst 2007
Djúpavíkurdagar
Gamanmál, leikir, gönguferðir og fleira. Heiða Ólafs Strandastúlka verður með tónleika á föstudagskvöldinu, nánar auglýst síðar. Hlaðborð bæði föstudags- og laugardagskvöld. Nánar auglýst síðar. Upplýsingar veittar í s. 451 4037.

19. ágúst 2007
kl. 14 – 5. Kaffihlaborðið
Kaffi og kökur – verið velkomin!

Sýningar sumarið 2007

Í júní og júlí verður sýningin “Leikur að litum” í matsal hótelsins. Um er að ræða myndverk úr þæfðri ull og eru þau eftir Helgu Agnars Jónsdóttur.

Ennfremur eru til sýnis í setustofu á neðri hæð 10 ERRÓ-myndir sem listamaðurinn gaf hótelinu fyrir nokkrum árum.

Í ágústmánuði verður svo Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður og skartgripahönnuður með sýningu á verkum sínum.