Tilkynnt var í dag um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga þar sem íbúar eru færri en 1500. Alls er 4.385 þorskígildistonnum skipt milli sjávarbyggða, sem hafa lent í vanda vegna samdráttar í afla, aflaheimildum og afla til vinnslu á botnfiski. Af sveitarfélögum á Ströndum fær Árneshreppur 15 tonnum úthlutað, Kaldrananeshreppur fær 48 tonn og Strandabyggð 137 tonn.