Úrslit í dægurlagasamkeppni Menningarmálanefndar Strandabyggðar fara fram í félagsheimilinu á Hólmavík laugardaginn 19. maí og hefst skemmtunin klukkan 20:30. Fjögur lög bárust í keppnina að þessu sinni og verða þau flutt á staðnum og áhorfendur velja síðan Hamingjulagið í ár úr hópi þeirra, en keppnin er haldin í tilefni af bæjarhátíðinni Hamingjudagar á Hólmavík. Auk laganna sem taka þátt í keppninni að þessu sinni, fá gestir einnig að heyra sigurlögin frá árinu 2005 og 2006.
Nöfn laganna og flytjendur fylgja hér á eftir og einnig dulnefni höfundar. Raunverulegu nafni höfunda er hins vegar haldið leyndu eftir því sem kostur er þangað til úrslit í keppninni eru ljós.
Hvern dag á Hólmavík – flytjandi: Agnes Jónsdóttir – höfundur: Zikk og Zakk
Galdraþorpið – flytjandi: Ásdís Jóns og Salbjörg Engilberts – höfundur: Skotta
Hólmavík er best – flytjandi: Arnar S. Jónsson – höfundur: Stekkjastaur
Hólmavík – flytjandi: Jón Halldórsson – höfundur: Foxinn
Aðgangseyrir er krónur 500 fyrir 6 ára og eldri. Atkvæðaseðill fylgir öllum greiddum aðgöngumiðum og er það í höndum áhorfenda að velja sigurlagið eftir ákveðnum reglum sem kynntar verða á keppninni.