22/12/2024

Aðeins eitt tilboð í Drangsnesveg

Aðeins barst eitt tilboð í endurlögn Drangsnesvegar (645) um Selströnd í norðanverðum Steingrímsfirði, frá Strandaveg að heimreiðinni að Kleifum á Reykjarnesi. Tilboð voru opnuð í dag og aðeins barst tilboð frá KNH að upphæð 59,8 milljónir sem er örlítið hærra en kostnaðaráætlun. Vegarkaflinn er alls 7,58 km og á vegagerðinni að vera að fullu lokið fyrir 1. nóvember 2007, en útlögn klæðningar skal vera lokið 1. september. Eftir að þessu verkefni lýkur verður enn eftir um það bil 6,7 kílómetra vegagerð milli Drangsness og Hólmavíkur.

Helstu magntölur eru:

Fylling og fláafleygar 4800 m3
Efnisvinnsla 17500 m3
Neðra burðarlag 6000 m3
Efra burðarlag 11300 m3
Klæðing 49500 m2
Frágangur fláa 61200 m3
Rofvarnir 3000 m3

Tilboð og áætlun:

Bjóðandi       Tilboð kr.             Hlutfall          Frávik
K N H ehf. 59.767.500 101,1 0
Áætlaður verktakakostnaður   59.127.000 100,0 -641