22/11/2024

Skrautskrift um helgina

Um næstu helgi (28. og 29. apríl) verður haldið námskeiðið Skrautskrift 2 á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða í Grunnskólanum á Hólmavík. Það er hinn landsþekkti skrautskriftarkennari Jens Guð sem leiðbeinir. Á laugardaginn verður kennt frá klukkan 10-17 og á sunnudaginn frá klukkan 13-18. Nánari upplýsingar fást hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í síma 456-5025 og hjá Kristínu Einarsdóttir í síma 867-3164, en ennþá eru nokkur pláss laus.

Auk þessa námskeiðs eru eftir tveir hópar á förðunarnámskeiði hjá Fræðslumiðstöðinni og verða þeir látnir vita þegar tímasetning liggur fyrir. Þessi námskeið eru jafnframt þau síðustu á þessari vorönn.

Í maí munu starfsmenn Fræðslumiðstöðvarinnar síðan hittast á vinnufundi á Ströndum til að skipuleggja haustönnina. Þá verður reynt að koma á þeim námskeiðum sem ekki varð af á þessari vorönn vegna lítillar þátttöku.

Frá útskrift nemenda Fræðslumiðstöðvarinnar á Fagnámskeiði 1 sem lauk í mars. Á myndina vantar Bryndísi Hauksdóttir