22/11/2024

Hreppsnefndarfundur á þriðjudaginn

Sveitarstórn Hólmavíkurhrepps við vígslu Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík.1047. hreppsnefndarfundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps verður haldinn á þriðjudaginn kemur kl 17:00 stundvíslega. Samkvæmt fundarboði er gert ráð fyrir að allir kjörnir hreppsnefndarfulltrúar sitji fundinn, þau Haraldur V.A. Jónsson oddviti, Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og Kristín Sigurrós Einarsdóttir. Einnig situr fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri.


Fundurinn er haldinn á skrifstofu hreppsins og samkvæmt lögum er öllum heimilt að hlýða á fundi sveitarstjórnar. Á dagskrá fundarins er eftirfarandi;

1. Fjárhagsáætlun ársins 2005 og þriggja ára áætlun, fyrri umræða.
2. Erindi frá Kristbjörgu L. Árnadóttur frá Skjaldfönn.
3. Skipun í Menningarmálanefnd Hólmavíkurhrepps.
4. Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga um ný lög um sjóðinn.
5. Erindi frá Gunnlaugi Sighvatssyni vegna úthlutunar byggðakvóta hjá Hólmavíkurhreppi.
6. Fundargerð Félagsmálaráðs frá 12. janúar 2005.
7. Fundargerð skólanefndar Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík frá 13.janúar 2005.