22/11/2024

Yfirlit yfir veður í mars

Ein veðurstöð er starfrækt í Strandasýslu, í Litlu-Ávík í Árneshreppi. Einnig eru úrkomumælar á nokkrum stöðum. Mars var óvenjulega umhleypingasamur þetta árið, eins og glöggt kemur fram í yfirliti yfir veðrið í mars 2007 frá Jóni G. Guðjónssyni veðurathugunarmanni í veðurstöðinni í Litlu-Ávík sem fylgir hér á eftir. Aðeins einn sólarhringur var úrkomulaus í marsmánuði, 29. mars, og úrkoma langt yfir meðallagi.

1-2: Austlæg vindátt stinningskaldi, él eða snjókoma, frost 2 til 7 stig.
3-4: Breytilegar vindáttir, stinningsgola í fyrstu en síðan kul, hiti yfir frostmarki smá snjókoma og rigning.
5-6: Norðaustan og norðan hvassviðri eða stormur, súld, slydda eða snjókoma, hiti 0 til 4 stig.
7-8: Austan og norðaustan, stinningskaldi, rigning eða súld, hiti 2 til 4 stig.
9-10: Norðan og norðvestan, allhvass í fyrstu síðan stinningsgola, slydda eða snjókoma, hiti um frostmark.
11: Suðlægar vindáttir kaldi, slyddu eða snjóél, hiti 2 til 5 stig.
12: Norðvestan og norðan, stinningskaldi, slydda eða snjókoma lítilsháttar hiti 2 til 0 stig.
13: Breytilegar vindáttir, kul eða gola, snjókoma eða slydda, hiti 0 til 1 stig.
14: Suðvestan allhvass, stinningskaldi, él, hiti frá 3 stigum niðrí 0 stig.
15-17: Breytilegar vindáttir eða austlægar, kul og upp í kalda, snjóél, frost 0 til 3 stig.
18: Norðanáhlaup, hvassviðri eða stormur, dimm él og skafrenningur, frost um 5 stig.
19: Norðan í fyrstu en síðan breytileg vindátt, kaldi, gola, smá él, frost 4 til 5 stig.
20: Sunnan og suðvestan kaldi í fyrstu síðan hvassviðri, í storm um tíma, rigning síðan skúrir, veður fór ört hlýnandi, frost frá 2 stigum upp í 7 stiga hita.
21: Suðvestan hvassviðri og stormur með storméljum, kólnandi hiti frá 2 stigum niðrí vægt frost.
22-23: Sunnan og suðvestan, hvassviðri og upp í storm þann 22 en annars hvassviðri, él í fyrstu síðan rigning eða skúrir, hiti frá 0 stigum upp í 8 stiga hita.
24-25: Suðlægar vindáttir, stinningskaldi, allhvass, síðan kaldi seinni daginn, él síðan rigning þann 25, hiti 2 til 7 stig.
26-28: Breytilegar vindáttir hægviðri andvari, kul, él en talsverð snjókoma snemma morguns þann 28, hiti rétt yfir frostmarki.
29-30: Suðvestan og sunnan stinningskaldi, smá rigning eða skúrir seinni daginn, hiti 3 til 8 stig.
31: Sunnan og suðvestan stinningskaldi í fyrstu síðan allhvass eða hvassviðri en stormur og rok um kvöldið og rigning, hiti 8 til 11 stig.

Úrkoman var langt yfir meðaltali og mældist 117,1 mm (en meðaltal er um 75 mm). Mestur hiti mældist þann 31. mars þá 10,5 stig. Mest frost mældist 2. mars og þá -5,8 og -6,9 stig og þann 18. mars mældist -6,5 stig.

Mesta snjódýpt mældist dagana 19. og 20., þá 27 cm. Jörð var talin alhvít í 15 daga og flekkótt í 13 daga og alauð í 3 daga.

Vindur náði 12 vindstigum eða 36 m/s í kviðum um kvöldið þann 22. Sjóveður var rysjótt í mánuðinum, en nokkrir sæmilegir dagar inn á milli.

Tekið saman af Jóni G. Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.