22/11/2024

Handverksdagur við Húnaflóa

Framundan er svokallaður handverksdagur við Húnaflóa, en hann verður haldinn 31. mars á Reykjum í Hrútafirði. Dagurinn er á vegum NORCE strandmenningarverkefnisins í samstarfi við ýmsar stofnanir í Húnaþingi. Á dagskrá eru fyrirlestrar og námskeið og er Valgeir Benediktsson í Árnesi meðal kennara á þeim. Dagskrá er eftirfarandi:

Þátttökugjald er kr. 8.500,- fyrir þátttakendur af Húnaflóasvæðinu (Strandir, Húnaþing vestra og Austur-Húnavatnssýsla) og kr. 12.500,- fyrir þátttakendur utan þess. Innifalið eru máltíðir og námskeið. Skráning er hjá Gudrun M. Kloes atvinnuráðgjaf í  síma 455-2515 eða á tölvupóstfangið gudrun@ssnv.is eða hjá Hrafnhildi í síma 451-2345 eða á tölvupóstfangið selasetur@selasetur.is.  
 
 
Áhugasamir eru beðnir að skrá sig í síðasta lagi miðvikudaginn 28. mars. 
10:00 – 10:20 – Inngangur að handverksdegi – Gudrun M. Kloes
10:20 – 11:20 – Hvað er handverk? Erindi Sunnevu Hafsteinsdóttur frá Handverki og hönnun.
11:20 – 12:00 – Handverk við Húnaflóa – erindi frá samstarfsaðilum handverksdagsins.
12:00 – 13:00 – MATUR
13:00 – 15:30 – Námskeið
·         Unnið í tré – Leiðbeinendur Erlendur Magnússon (Blönduósi), Valgeir Benediktsson (Árnesi) og Helgi Björnsson (Huppahlíð).
·         Vattarsaumur – Marianne Guckelsberger (Reykjavík)
·         Listrænn undirbúningur handverks –  Sigurbjörg Þ. Jónsdóttir (Litladal)
·         Bein og horn – Þórey Jónsdóttir (Keflavík) fjallar um undirbúning beina og horna til handverksgerðar.
15:30 – 16:30 – Kaffiveitingar og heimsókn á Byggðasafn
16:40 – 19:00 – Áframhald námskeiða
  
Handverk og hönnun – Sunneva Hafsteinsdóttir

Sunneva Hafsteinsdóttir hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá HANDVERKI OG HÖNNUN síðan 1999. Í erindi sínu mun hún ræða um skilgreiningar í handverki og listiðnaði. Hvað er handverk og listiðnaður? Hvað er heimilisiðnaður? Hvað er handavinna? Og hvað er hönnun? Hún mun einnig ræða minjagripi og sýna fjölda mynda. Sunneva veltir upp spurningum eins og: Fá erlendir og innlendir ferðamenn þá minjagripi sem þeir eru að leita að? Eru einhverjar leiðir til að koma betur til móts við ferðamenn bæði erlenda og íslenska? Hvernig vilja Íslendingar að erlendir ferðamenn muni eftir landi og þjóð. 
 
Unnið í tré – Erlendur, Helgi og Valgeir

Erlendur, Helgi og Valgeir eru landsþekktir fyrir handbragð sitt, og má sjá verk þeirra víða. Á þessu námskeiði mun Erlendur einblína á útskurð lágmynda, Helgi gerð tálgaðra gripa og Valgeir  mætir með rennibekkinn. Einstakt tækifæri fyrir áhugafólk um handverk úr tré.
 
Vattarsaumur – Marianne Guckelsberger

Vattarsaumur er mörg þúsund ára gömul aðferð til að búa til húfur, sokka, vettlinga, pyngjur o.fl. Hann var fyrrum útbreiddur um alla Evrópu og tíðkaðist á Íslandi á víkingatímanum. Þessi aðferð lagðist fljótlega af, eftir að prjón barst til Íslands á 16. öld. En nú er reynt er að endurvekja þessa fornu list. 
                       
Listrænn undirbúningur handverks – Sigurbjörg Þ. Jónsdóttir frá Litladal

Sigurbjörg er einn að meðlimum Alþýðulistar í Skagafirði. Hún mun m.a. leiðbeina við gerð leirstyttna sem hún nýtir sér m.a. við undirbúning tréskurðarverka. 
 
Þórey Jónsdóttir – handverk í horn og bein

Þórey vinnur ýmislegt handverk í bein og horn og mun á þessu námskeiði fjalla um hvernig best sé að undirbúa hráefnið til vinnslu. Þórey er einnig meðlimur Alþýðulistar í Skagafirði.