22/11/2024

Vegurinn um Arnkötludal nær 368 metra hæð

Í nýjustu Framkvæmdafréttum Vegagerðinnar er fjallað um nýja veginn um Arnkötludal sem boðinn var út í febrúar. Vegurinn tengir Reykhólahrepp og Strandir og liggur um Arnkötludal og Gautsdal, lítið eitt norðar en núverandi vegslóði um Tröllatunguheiði. Vegurinn verður 24,5 km langur og fer hæst í um 368 m.y.s. við Þröskulda. Verkinu á að vera lokið 1. september 2009, en tekið er fram að útlögn á neðra burðarlagi eigi að vera lokið 1. desember 2008 og frágangur þannig að hægt verði að heimila umferð um veginn þann vetur.  

Vegagerðin kallar veginn ennþá Tröllatunguveg í gögnum sínum, en hlýtur að láta af því fyrr eða síðar, enda hlýtur að teljast mjög bagalegt og undarlegt ef heimamenn og ríkisstofnunin sem sér um vegamál kalla einstaka vegi ekki sama nafninu.