22/11/2024

Skoðanakönnun Umhverfisnefndar vegna Staðardagskrár

Nú er að hefjast vinna við mótun Staðardagskrár 21 fyrir Strandabyggð. Um er að ræða velferðaráætlun þar sem horft er á þróun samfélagins til langs tíma og sett niður áætlun um þau verkefni sem þarf að hrinda í framkvæmd. Umhverfisnefnd Strandabyggðar sér um undirbúninginn og hefur ákveðið að leita til lesenda vefjarins strandir.saudfjarsetur.is um að taka þátt í könnun um hvaða málaflokka þeir vilja að teknir verði fyrir í Staðardagskráinni. Skoðanakönnunina má nálgast undir þessum tengli.

Lesendur eru beðnir um að tilgreina 5 málaflokka sem þeir vilja sjá fjallað um. Niðurstöður úr þessari könnun verða hafðar til hliðsjónar við endanlegt val á málaflokkum. Allar nánari upplýsingar veitir Ásta Þórisdóttir, formaður umhverfisnefndarinnar í síma 451-3389 eða netfang astathoris@simnet.is.