Bændurnir í Þorpum í Tungusveit, Björn Halldór Pálsson og Fjóla Líndal Jónsdóttir, hafa ekki setið auðum höndum í vetur. Þar hafa verið reist ný fjárhús til viðbótar við þau sem fyrir voru og um helgina var kindunum hleypt inn í nýja hlutann. Gekk allt vel og virtust kindurnar kunna vel við sig í nýju byggingunni. Hér að neðan gefur að líta myndir frá helginni og frá ýmsum byggingarstigum og má sjá fleiri myndir á slóðinni www.123.is/mundipals.
Framkvæmdir ekki hafnar – fjárhúsin voru svo byggð hérna megin við hlöðuna
Búið að steypa kjallarann, verið að stilla upp fyrir fóðurgang
Smiðir að störfum – Kiddi, Haddi, Ommi og Billi
Verið að hífa bitana undir sperrurnar – 32 metra langir
Verið að negla þakið á
Allt orðið tilbúið
Fjárhúsin í Þorpum tekin í notkun – Hadda sér um að gefa fyrstu gjöfina
Þorpar og Grund – ljósm. Ingimundur Pálsson