Stefnt er að handverks- og listamannaþingi í Reykjanesi dagana 16.-17. febrúar á vegum Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Þar verður rætt um stofnun Handverkssamtaka Vestfjarða og hvernig megi gera minjagripi og handverk í fjórðungnum sýnilegt og auka söluna. Eins verður vefverslunin Strandabúðin kynnt og Sunneva Hafsteinsdóttir frá Handverki og hönnun verður með innlegg og býður upp á viðstalstíma og góð ráð.
Markmið með fundinum er:
– Að gefa handverksfólki á Vestfjörðum tækifæri til að kynnast og íhuga hvort stofnun sameiginlegra Handverkssamtaka Vestfjarða sé tímabær.
– Að blása lífi í minjagripaframleiðslu á svæðinu, sérstaklega með tilliti til skemmtiferðaskipamarkaðarins sem er sífellt að stækka.
– Að undirbúa heildsölusýningu minjagripa og handverks til að auka söluna og gera vöruframboð á Vestfjörðum sýnilegt.
Sunneva Hafsteinsdóttir frá Handverk og hönnun kemur að fundarhaldi. Hún verður með fræðileg innlegg og ætlar að aðstoða við undirbúning heildsölusýningar. Hún ætlar einnig að bjóða upp á viðtalstíma í Reykjanesi og getur veitt ráð varðandi vöruþróun, umbúðahönnun, framsetningu og fleira.
Þátttakendur eru hvattir til að koma með sýnishorn af öllum þeim vörum sem eru til sölu á þeirra vegum og sem viðkomandi hefur áhuga á að auka söluna á. Einnig er verið að leita eftir hugmyndum að nýjum, litlum vörum (eins og seglum, lyklakippum, hálsmenum o.fl.) sem getur hentað á skemmtiferðaskipamarkað og býður upp á fjöldaframleiðslu af einhverju tagi.
Dagskráin verður sem hér segir:
Föstudagur 16. febrúar
20:00 Léttur kvöldverður. Ef mæting er góð um kvöldmatarleytið fer fram stutt kynning á því sem framundan er og eru opnar umræður í kjölfarið.
Menn spjalla saman og kynnast.
Sunneva Hafsteinsdóttir frá Handverk og Hönnun býður upp á viðtöl, vinsamlegast skráið ykkur fyrirfram.
Laugardagur 17. febrúar
8:00 Morgunmatur
9:00 Staða handverksmála – tækifæri, sóknarfæri. Dorothee Lubecki, verkefnisstjóri
9:30 "Hvað er minjagripur" Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar
10:00 Kaffihlé
10:30 "Kynning á ritgerð og niðurstaða viðhorfskönnunar hjá erlendum ferðamönnum." Gerð af Óðni Bolla Björgvinssyni vöruhönnuði LHÍ, kynnt af Sunnevu Hafsteinsdóttur
10:50 Strandabúðin – netverslun fyrir minjagripi og meira, N.N.
11:00 Hópvinna / umræður
– stofnun handverkssamtaka Vestfjarða
– nýsköpun í minjagripaframleiðslu
– heildsölusýning handverksmuna á Vestfjörðum – undirbúningur
12:30 Hádegisverður
13:30 Viðtalstími hjá Sunnevu Hafsteinsdóttur
Á sama tíma fer undirbúningur fyrir markaðstorg / heildsölusýninguna fram (myndatöku og skráningu á munum sem eiga að fara á sýninguna, uppsetningu lítilla sýninga á staðnum)
15:30 Kaffi og sýningin skoðuð
16:00 Lokafundur, áframhald ákveðið.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða sími: 450-3000 (Dóra eða Gunna Sigga) eða dora@atvest.is. Vinsamlegast látið vita um þátttöku fyrir þriðjudag,13. febrúar. Þátttaka á fundinum er ókeypis. Verkefnið er unnið með stuðningi Vaxtarsamnings Vestfjarða.