Bæjarhátíðin Hamingjudagar verður haldin á Hólmavík um helgina og mikið um dýrðir eins og sjá má af dagskránni sem finna má undir þessum tengli. Hún er þegar hafin, en í dag er náttúrubarnanámskeið með hamingjuþema í Náttúrubarnaskólanum í Sævangi og síðar í dag verður boltamót á Skeljavíkurgrundum og í kvöld eru tónleikar í Steinshúsi við Djúp. Síðan rekur hver viðburðurinn annan, listasýningar og tónleikar, karnivalstemmning á Galdratúninu, brenna, PubQvis, rallíkeppni og tertuhlaðborðið ógleymanlega. Fjörinu lýkur svo með Furðuleikum Sauðfjársetursins á sunnudag. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur alla til að skella sér á Hamingjudaga á Hólmavík.