22/11/2024

Strandir 1918 – nýtt verkefni hjá Sauðfjársetrinu

Á árinu 2018 ætlar Sauðfjársetur á Ströndum að standa fyrir verkefni sem heitir Strandir 1918. Það er eitt af þeim verkefnum sem ráðist verður í víða um land í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki, sjá Fullveldi Íslands. Ætlunin er að opna sögusýningu með yfirskriftina Strandir 1918 næstkomandi haust og standa þá jafnframt fyrir kvöldvökum eða sögustundum, þar sem fjallað verður um náttúru, bókmenntir og barnamenningu fyrir 100 árum, með sérstakri áherslu á Strandir.

Samstarfsaðilar Sauðfjársetursins í verkefninu eru m.a. Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – ÞjóðfræðistofaNáttúrubarnaskólinnNáttúrustofa Vestfjarða, Fjölmóður, strandir.saudfjarsetur.is, Sögusmiðjan, Grunnskólinn á Hólmavík og Leikfélag Hólmavíkur.

Fullveldi Íslands og Uppbyggingarsjóður Vestfjarða hafa þegar heitið verkefninu stuðningi og er þeim sjóðum færðar bestu þakkir fyrir í fréttatilkynningu frá Sauðfjársetrinu.