22/11/2024

Framlög Jöfnunarsjóðs 2006

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur birt lista yfir framlög sín í nokkrum flokkum til sveitarfélaga á árinu 2006. Strandabyggð fær mest af sveitarfélögunum á Ströndum í þessum flokkum eða samtals rúmar 67, milljónir, en sveitarfélagið kemur fram sem Hólmavíkurhreppur og Broddaneshreppur í töflunum hér að neðan. Jöfnunarsjóðir styður sveitarfélög á mörgum öðrum sviðum, s.s. til reksturs grunnskóla, vegna nýbúafræðslu, vegna sérþarfa fatlaðra nemenda, til húsaleigubóta, vegna vatnsveitna á lögbýlum og vegna fjárhagserfiðleika eða sameiningar sveitarfélaga svo dæmi séu nefnd.

Framlög til útgjaldajöfnunar:

Stór hluti framlags Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga er til útgjaldajöfnunar. Sveitarfélögin fá framlög vegna ákveðinna þátta sem eru erfiðir í rekstri eins og t.d. framlög til skólaaksturs í dreifbýli sem jöfnunarsjóður borgar að mestu leyti, vegna fjarlægða innan sveitarfélags til að þjónusta sé sambærileg til íbúa óháð búsetu innan þess, vegna fækkunar ibúa, íbúafjölda og snjómoksturs í þéttbýlisstöðum. Ekkert sveitarfélag á Ströndum fær framlag úr sérstökum flokki sem miðast við að fleiri en eitt þéttbýli sé í sveitarfélaginu.

Íbúafjölda

Fjarlægðir

Skólaakstur

Fækkun

Snjómokstur

Samtals

Sveitarfélag

framlög

 sv.félaga

í dreifbýli

íbúa

í þéttbýli

útg.framlög

Árneshreppur

78.124

40.654

30.099

0

0

148.878

Kaldrananeshreppur

2.731.880

3.381.999

601.057

254.121

489.972

7.459.029

Bæjarhreppur

3.213.829

384.924

11.021.970

0

0

14.620.723

Broddaneshreppur

1.582.304

470.923

2.528.863

0

0

4.582.090

Hólmavíkurhreppur

12.712.352

11.138.431

5.500.942

965.659

859.257

31.176.642

 

Framlag til tekjujöfnunar milli sveitarfélaga

Framlög til tekjujöfnunar sveitarfélaga miðast við útsvarsgreiðslur frá íbúum í hverju sveitarfélagi árið áður. Þau sveitarfélög fá framlög sem fá greitt lægra útsvar af tekjuskatti en önnur af sambærilegri stærðargráðu, væntanlega vegna þess að á þeirra svæði tíðkast lægri laun en í svipuðum sveitarfélögum.

 

 

Hámarkstekjur

94,5% af

Mismunur

Endanlegt

Sveitarfélög

á hvern íbúa

viðm.tekj.

á hvern íbúa

framlag

Árneshreppur

327.227

242.772

-84.455

0

Kaldrananeshreppur

273.473

288.360

14.887

1.667.372

Bæjarhreppur

200.355

242.772

42.417

4.453.739

Broddaneshreppur

266.653

242.772

-23.881

0

Hólmavíkurhreppur

271.132

288.360

17.228

7.700.952

 

 700 milljóna aukaframlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2006

Að tillögu tekjustofnanefndar greiðist árlega sérstakt 700 milljón króna aukaframlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árunum 2006-2008. Því er ætlað að jafna aðstöðumun sveitarfélaga sem talin eru í mestri þörf fyrir viðbótarframlag vegna þróunar í rekstrarumhverfi þeirra og erfiðra ytri aðstæðna.

Ákveðið var að árið 2006 yrði helmingur þessarar greiðslu nýttur í framlag vegna íbúafækkunar á árunum 2001-2005. Hinn helmingurinn kemur til sveitarfélaga þar sem hlutfallsleg hækkun útsvarsstofns milli áranna 2000 og 2005 er lægri en hlutfallsleg hækkun ársmeðaltals launavísitölu á sama tíma.

Þessi framlög koma þannig aðeins ef staðan hefur versnað í sveitarfélögum síðustu ár. Sveitarfélag fær aðeins sinn hluta af þessari aukagreiðslu ef heimild þess til útsvarsálagningar fyrir tekjuárið 2006 er fullnýtt af sveitarstjórn eða 13,03%, sem gæti verið ástæðan fyrir að Bæjarhreppur fær ekki framlag.

 

Framlag vegna

Framlag

 

 

vegna íbúa-

vegna þróunar

Samtals

Sveitarfélag

fækkunar

 útsvarsstofns

útg.framlög

Árneshreppur

1.259.446

295.176

1.554.622

Kaldrananeshreppur

2.267.003

3.104.531

5.371.533

Bæjarhreppur

0

0

0

Broddaneshreppur

3.652.393

1.129.391

4.781.784

Hólmavíkurhreppur

5.919.395

7.692.501

13.611.896

 

Framlög til jöfnunar á tekjutapi sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti:

Ákveðin hluti framlaga Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaganna er hugsaður til að mæta tekjutapi sveitarfélaga í kjölfar breytinga á álagningarstofni fasteignaskatts frá því 2001.

 

Endanlegt

Sveitarfélög

framlag

Árneshreppur

3.942.947 

Kaldrananeshreppur

3.376.449 

Bæjarhreppur

1.875.249 

Broddaneshreppur

1.927.308 

Hólmavíkurhreppur

13.308.650