Kraftakeppnin Vestfjarðavíkingurinn fer fram næstu daga og fer hluti aflraunanna fram á Ströndum. Fimmtudaginn 6. júlí mæta víkingarnir á Drangsnes og keppa í helluburði. Keppnisgreinin fer fram við Kerlinguna og hefst kl. 12:30. Seinna sama dag verða tvær keppnisgreinar í og við sundlaugina á Hólmavík. Keppt verður í tunnuhleðslu og Herkúlesarhaldi kl. 17:00. Föstudaginn 7. júlí verða víkingarnir síðan mættir um morguninn kl. 11:00 í Djúpavík, en þar verður keppt í að kasta yfir vegg. Síðan liggur leiðin vestur á firði. Strandamenn og nærsveitungar eru hvattir til að fjölmenna og sjá þessa tröllkarla spreyta sig.