ei
Strandamönnum sem eiga lögheimili í sveitarfélögunum þremur á Ströndum hefur fækkað milli ára, en nýjar tölur frá Hagstofu Íslands voru birtar nýlega um íbúafjölda 1. janúar 2017. Nú eiga samtals 620 manns lögheimili í Árneshreppi, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð. Í Árneshreppi fækkaði um 9 og eru nú 46, í Kaldrananeshreppi fjölgaði um 3 og eru nú 106 og í Strandabyggð fjölgaði um 1 og eru íbúar með lögheimili þar nú 468.
Ef þéttbýlisstaðirnir á Ströndum eru skoðaðir kemur í ljós að þann 1. janúar 2017 eiga 76 íbúar lögheimili á Drangsnesi og hefur fjölgað þar um 3 á milli ára og 336 eiga nú lögheimili á Hólmavík og hefur fækkað um 5 á milli ára. Í dreifbýli í þessum fyrrnefndum þremur hreppum hefur fækkað um 3 íbúa milli ára, en íbúar þar eru nú 208.