Milljarður rís er dansbylting sem haldin er víða um heim. Með samtakamætti lætur heimsbyggðin til sín taka. Yfir milljarður karla, kvenna og barna kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi. Á Hólmavík verður dansað í Hnyðju í hádeginu föstudaginn 17. febrúar kl. 12:30-13. Tónlistarhópur Ozon setur tóninn í Hnyðju og sér til þess að fólk fari dansandi inn í helgina. Ofbeldi gegn konum er vandamál um allan heim – tökum afstöðu gegn ofbeldinu, mætum og dönsum! Í ár er dansað til að heiðra minningu Birnu Brjánsdóttur. Nánar á www.strandabyggd.is.