Föstudagskvöldið 19. ágúst var haldin bráðskemmtileg kvöldvaka Náttúrubarnaskólans í Sævangi, einskonar sumarslútt fyrir náttúrubörn á öllum aldri. Gleðin fór fram á íþróttavellinum þar sem börn og fullorðnir fóru saman í leiki, á pallinum við Sævang þar sem sagðar voru sögur og grillaðar pulsur og niðri í fjöru þar sem var smávegis varðeldur, sungið og leikinn heilmikill leikþáttur sem krakkarnir sem komu á námskeið daginn áður höfðu æft. Í sirkustjaldinu var einnig búið að koma upp skemmtilegum þrautum. Þetta er síðasti viðburðurinn á dagskrá Náttúrubarnaskólans í sumar og nú tekur við skýrslugerð, vöruþróun og markaðssetning, segir Dagrún Ósk Jónsdóttir yfirnáttúrubarn, sem einnig tók meðfylgjandi myndir á viðburðinum.
Sumarslútt hjá Náttúrubarnaskólanum – Ljósm. Dagrún Ósk Jónsdóttir