Náttúrubarnaskólinn á Ströndum stendur fyrir jurtanámskeiði fyrir fullorðna miðvikudaginn 20. júlí kl. 19:30-22:30 í Sævangi. Þar munu þátttakendur fræðast um notkun plantna á fyrri tímum og hvernig er best að bera sig að við tínslu þeirra og varðveislu. Á námskeiðinu verða búin til fjögur mismunandi jurtaseyði sem hvert um sig þjónar mismunandi tilgangi. Það er Hafdís Sturlaugsdóttir hjá Náttúrustofu Vestfjarða sem sér um kennsluna. Verð er 3000 kr. og er kaffi og með því innifalið. Skráning er í síma 661-2213, á natturubarnaskoli@gmail.co