Sunnudaginn 31. maí verður opnuð myndasýning í Sævangi, með ljósmyndum Tryggva Samúelssonar sem teknar eru á Ströndum á árabilinu 1950-1970. Óskað er eftir aðstoð við greiningu myndefnis (fólk, tími, staðir). Sýningin er samstarfsverkefni Sauðfjársetursins með Ljósmyndasafni Íslands (Þjóðminjasafni), myndirnar voru þar á greiningarsýningu í vetur. Kaffihlaðborð verður í tilefni dagsins í Sævangi á sunnudaginn á 1800 kr. fyrir fullorðna og 1.000 kr. fyrir 6-12 ára börn. Sýningin verður opnuð kl. 15:00. Allir velkomnir!