Samkvæmt upplýsingum frá eðlisfræðisviði Veðurstofu Íslands varð jarðskjálfti í vestur af Djúpavík í morgun kl. 07:14 að stærð 3 á Richter. Upptök jarðskjálftans voru um 3 km vestur af Djúpavík. Annar minni skjálfti, 2.7 á Richter, varð á sömu slóðum kl. 07:08. Ekki er vitað til þess að skjálftarnir hafi fundist en um innflekaskjálfta er að ræða. Ekki er gert ráð fyrir frekari skjálftavirkni þarna. Samkvæmt óyfirförnum frumupplýsingum úr sjálfvirkri úrvinnslu sem er að finna á vef Veðurstofunnar urðu einnig jarðskjálftar á svipuðum slóðum á tíunda tímanum í morgun og sá stærsti upp á 3,5 á Richter. Á myndinni hér að neðan er hægt að sjá nákvæma staðsetningu jarðskjálftanna í morgun.
Dagsetning Tími Breidd Lengd Dýpi Stærð Gæði Staður
2006-09-08 09:42:16,6 65,926 -21,598 12,4 3,5 90,01 2,6 km SV af Djúpavík
2006-09-08 09:35:27,3 65,918 -21,549 7,0 3,2 82,72 2,9 km S af Djúpavík
2006-09-08 07:14:28,9 65,925 -21,626 11,4 3,2 90,01 3,6 km SV af Djúpavík
2006-09-08 07:08:13,5 65,921 -21,591 7,4 3,0 82,67 2,9 km SSV af Djúpavík
Upplýsingarnar eru úr skjálftalista Veðurstofu Íslands.
Mynd.: Veðurstofa Íslands