Laugardaginn 12. ágúst verður haldið skákmót í Trékyllisvík á vegum Hróksins og Skákfélags Árneshrepps. Hefst mótið hefst kl 13:00 í félagsheimilinu Árnesi og verða tefldar átta umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma fyrir hverja skák. Á síðasta ári sigraði Ingólfur Benediktsson í Árnesi, en áður höfðu Gunnar Guðjónsson í Bæ og Trausti Steinsson skólastjóri hampað titlinum Skákmeistari Árneshrepps. Á mótinu verður einnig uppi myndasýning um skákmót Hróksins á Grænlandi á dögunum. Allir eru velkomnir á mótið og er þátttaka ókeypis.