25/11/2024

Vinnustofur um styrkumsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða

SL_vestfjarda-01

Nú styttist í að umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða renni út, en hægt er að sækja um styrki til og með mánudeginum 11. maí næstkomandi. Í fréttatilkynningu Fjórðungssambands Vestfjarða segir að mikilvægt sé að undirbúa umsóknir vel til að árangur náist. Því verða nú haldnar vinnustofur um styrkumsóknir í Uppbyggingarsjóð á þremur stöðum á Vestfjörðum – í þróunarsetrunum á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík. Þar geta menn komið á ákveðnum tíma og sest niður um stund til að vinna í sínum umsóknum og fengið leiðbeiningar og svör við spurningum frá starfsfólki Fjórðungssambands Vestfirðinga og AtVest.

Vinnustofurnar verða á þessum tímum:

Þróunarsetrið á Patreksfirði:
Miðvikudaginn 6. maí kl. 13-15:30.

Þróunarsetrið á Ísafirði
Miðvikudaginn 6. maí kl. 13-15:30.

Þróunarsetrið á Hólmavík
Miðvikudaginn 6. maí kl. 13-15:30 & fimmtudaginn 7. maí kl. 13-15:30.

Einnig er hægt að leita til starfsmanna Fjórðungssambands og AtVest eftir leiðbeiningum og aðstoð utan þessa tíma, allt þar til umsóknarfrestur rennur út. Umsóknarblöð og úthlutunarreglur er að vinna á www.vestfirdir.is/uppbyggingarsjodur og rétt er að benda á að á umsóknarblaðinu sjálfu er að finna nokkuð ítarlegar leiðbeiningar um útfyllingu einstakra reita.