22/11/2024

Frumvarp um fækkun sýslumanna

Sýslumannshúsið

Innanríkisráðherra mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi um fækkun sýslumannsembætta í 9 á landinu öllu, en þau hafa verið 24. Miðað er við að einn sýslumaður sé í hverjum landshluta, nema á Suðurlandi þar sem sérstaklega er kveðið á um að embættið í Vestmannaeyjum verði áfram starfrækt. Ætlunin er að frá næstu áramótum verði aðeins eitt sýslumannsembætti á Vestfjörðum, en þau eru nú fjögur, á Hólmavík, Patreksfirði, Bolungarvík og Ísafirði. Ráðherra á að ákveða staðsetningu aðalskrifstofu embættisins í hverjum landshluta með reglugerð samkvæmt frumvarpinu. Alls vinna um 300 manns hjá sýslumannsembættum landsins í 280 stöðugildum og er löggæsla þá ekki talin með. Um þrjú stöðugildi hafa verið á Hólmavík. Ekki er ljóst hversu umfangsmikil sú starfsemi verður eftir breytingar.