22/11/2024

Kosningar á laugardaginn

Í fréttatilkynningu yfirkjörstjórnar til íbúa í Broddanes- og Hólmavíkurhreppum kemur fram að gengið verður til sveitarstjórnarkosninga laugardaginn 27. maí 2006 og verður kosið í fyrsta sinn í sameinuðu sveitarfélagi Broddanes- og Hólmavíkurhreppa.  Kjördeildir verða tvær, í Grunnskólanum á Hólmavík og Broddanesskóla. Kjörfundir hefjast kl. 10:00 en atkvæðagreiðsla kl. 11:00 og mun standa til kl. 18:00 í báðum kjördeildum. Við sveitarstjórnarkosningar verður einnig kosið á milli þriggja heita á hið nýja sameinaða sveitarfélag, en þau eru Strandahreppur, Strandabyggð og Sveitarfélagið Strandir.