25/11/2024

Unnið í þaki Hólmavíkurkirkju

Undanfarna daga hefur mátt sjá smiði að störfum á þaki Hólmavíkurkirkju, en fyrir liggur að skipta á um þakefni og leggja kopar á þakið nú í vor. Það voru starfsmenn trésmiðjunnar Höfða á Hólmavík sem slógu upp stillansa og rifu járnið af, en menn frá Kopar & Zink ehf hafa nú nýlokið við að leggja pappa á þakið og munu sjá um að koma koparnum á. Verður hafist handa við það eftir viku og má reikna með að verkið taki 3-4 vikur.

Starfsmenn Höfða á Hólmavík og Kopars og Zinks ehf að störfum – ljósm. Jón Jónsson og Ásdís Jónsdóttir