22/11/2024

Áramótaheitin

Síðasta könnun hér á vefnum um áramótaheit lesenda var býsna athyglisverð. Rúmlega fjórðungur þátttakenda strengir aldrei áramótaheit, en hjá þeim sem það gera snýst heitið oftast um líkamsrækt og aukakílóin, 28% þátttakenda merkti við að heitið snérist um líkamsræktina. Um 10% þátttakenda ætluðu að huga að andlegu hliðinni á næsta ári, 5% að hætta að reykja eða drekka og hjá 3% snérist áramótaheitið um að gera skurk í peningamálunum, sinna fjölskyldunni betur eða standa sig betur í vinnunni. Sennilega standa Strandamenn sig bara nokkuð vel í síðasttöldu þáttunum, fyrst það eru ekki fleiri sem sjá ástæðu til að strengja þess heit að gera úrbætur á þeim sviðum.

Niðurstaðan í könnunni Um hvað snýst áramótaheitið? var annars á þessa leið:

 

Stunda líkamsrækt eða léttast
39   27.9%
 
Strengi aldrei áramótaheit
38   27.1%
 
Allt þetta og sitthvað fleira
24   17.1%
 
Eitthvað allt annað
10   7.1%
 
Hlúa að andlegu hliðinni
10   7.1%
 
Hætta að reykja eða drekka
7   5%
 
Gera skurk í fjármálunum
4   2.9%
 
Sinna fjölskyldunni betur
4   2.9%
 
Vera duglegri í vinnunni
4   2.9%