Í vikunni voru haldnir vortónleikar Tónskólans á Hólmavík en þar komu fram allir nemendur Tónskólans en þeir eru 63 þessa önnina. Tónleikarnir voru tvo daga. Á fyrra kvöldinu komu fram nemendur 1.-5. bekkjar en því seinna 6.-10. bekkur. Stefanía Sigurgeirsdóttir og Bjarni Ómar Haraldsson kennarar við Tónskólann stjórnuðu dagskránni og í efnisskránni kom fram að þau munu halda áfram með Tónskólann næsta vetur. Troðfullt hús var bæði kvöldin og allir skemmtu sér konunglega.
Tónlistarmenn framtíðarinnar – ljósm. Dagrún Ósk