24/11/2024

Um vefinn

strandir.saudfjarsetur.is – útgefandi: Sögusmiðjan, Kirkjubóli, 510 Hólmavík – Ábyrgðarmaður: Jón Jónsson
Auglýsingasími: 451-3474 – Netfang:  strandir@strandir.saudfjarsetur.is
Kt. 630198-3139 – Vsk.nr. 56982 – Bankareikn. 1161-26-262

Ritstjórnarstefna strandir.saudfjarsetur.is

strandir.saudfjarsetur.is er vefrit um málefni Strandamanna. Því er sinnt í áhugamennsku, bæði hvað varðar ritstjórn og fréttaritun. Því er hvorki hægt að lofa því að á hverjum degi birtist nýjar fréttir né að tekið verði á öllu sem máli skiptir eða sagt frá öllum atburðum. Það fer eftir dugnaði og áhugamálum ritstjórnar og þeirra sem senda vefnum fréttir og frásagnir hverju sinni hvað er fjallað um og hvort strandir.saudfjarsetur.is er öflugur og kraftmikill miðill. Ef menn hafa áhuga á umfjöllun um einstök málefni geta þeir ávallt haft samband við ritstjóra og sent vefnum efni um þau málefni sem þeir hafa áhuga á.

strandir.saudfjarsetur.is hefur samt ákveðna ritstjórnarstefnu. Vefritið hefur sérstakan áhuga á atvinnulífi, framkvæmdum og framförum á Ströndum, eflingu byggðar og skemmtilegu mannlífi í héraðinu. Öllu því sem gerir það sérstakt og jákvætt að lifa og starfa á Ströndum eða heimsækja héraðið sem ferðamaður.  Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is berst fyrir sameiginlegum hagsmunum Strandamanna og þolir illa að íbúar svæðisins fái ekki jafn góða þjónustu og aðrir landsmenn frá hinu opinbera í ýmsum málaflokkum. Jafnframt gerir vefritið þá kröfu til sveitarstjórnarmanna hér heima fyrir að þeir kappkosti að gera sitt besta og sinni störfum sínum í þágu íbúanna af heilindum og áhuga. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is vill auka samheldni og samstöðu Strandamanna.