24/11/2024

Perluhátíðin hafin

Stórhátíðin Perlan Vestfirðir var sett í dag við hátíðlega athöfn. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setti sýninguna og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hélt einnig erindi. Síðan tóku við glæsileg vestfirsk skemmtiatriði af ýmsum gerðum. Síðan gátu menn gengið um og skoðað básana. Við birtum hér nokkrar myndir sem tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is Dagrún Ósk Jónsdóttir smellti af við þetta tækifæri. Sýningin verður opin á morgun og á sunnudaginn frá 11-18.

Ólafur Ragnar setur sýninguna

Jón Páll forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða, Ólafur Ragnar og Jón Fanndal

Galdramaður af Ströndum ræðir við Sunnu og Dóra

Ólafur skoðar Strandabásinn

Glaðir á góðri stund

Valgeir gerði lukku við rennibekkinn

Ólafur Ragnar og galdramaður á Ströndum – ásamt listasmíð Lúkasar Kárasonar

Ljósm. Dagrún Ósk Jónsdóttir