22/11/2024

Námskeið um náttúruskoðun

Dagana 11. og 12. maí verður haldið á Hvammstanga námskeið um uppbyggingu náttúruskoðunar-staða og sjálfbæra og aðgengilega náttúruskoðun. Námskeiðið er haldið í tengslum við NPP-verkefnið NORCE (Northern Coastal Experience) og er hugsað fyrir þátttakendur í NORCE verkefninu, en er einnig opið öllum sem áhuga hafa. Námskeiðið er á ensku og er styrkt af NORA, en fá má frekari upplýsingar á vefsíðunni www.norce.org.

Kennarar á námskeiðinu verða:

  • James MacLetchie frá Hebrides í Skotlandi en hann með menntun í náttúruferðaþjónustu og starfar sem leiðbeinandi og náttúru og dýralífsleiðsögumaður á Bretlandseyjum.
  • Carol Patterson frá Calgary í Canada en hún sérfræðingur í vistvænni ferða­þjónustu rekur ráðgjafar og rannsóknarfyrirtæki er vinnur markaðs­rannsóknir, viðskiptaáætlanir og námskeið í vistvænni ferðaþjónustu (ecotourism).
  • Hans Gelter frá Luleå í Svíþjóð. Hann er prófessor í líffræði við Háskólann í Luleå og leiðsögumaður við náttúruskoðunarferðir um allan heim. 

Þá verða erindi frá Hólaskóla, Umhverfisstofnun, Melrakkasetrinu á Vestfjörðum og Ferðaþjónustu bænda. 

Dagskráin er á þessa leið:

Námskeiðið hefst fimmtudaginn 11. maí kl. 9:00 og stendur til kl. 16:20 þann dag. Föstudaginn 12. maí hefst námskeiðið kl. 9:00 og er til kl. 14:40. Báða dagana er boðið upp á skoðunarferðir í kjölfar námskeiðs.
 
Skráningargjald á námskeiðið er kr. 8.000.- og innifalið í því eru námskeiðsgögn, hádegisverðir og kaffi báða dagana.
 
Skoðunarferð I (11/5): Selaskoðun um Vatnsnes, akstur og kvöldverður á Gauksmýri kr. 5.800.- (skoðunarferð án kvöldverðar, kr. 1.800.-)
 
Skoðunaferð II (12-13/5): Skoðunarferð á Strandir með akstri, kvöldverði, gistingu, hádegisverði og siglingu í Grímsey kr. 15.000.-

Skrániningar á námskeiðið þurfa að berast í síðasta lagi 4. maí. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Gudrunu Kloes í síma 455 2515 eða á tölvupóstfang gudrun@ssnv.is Ath. að skrá þarf sérstaklega í skoðunarferðirnar.

Upplýsingar um gistingu í Húnaþingi vestra má fá af www.northwest.is eða í síma 455-2515.