21/11/2024

Gunna fótalausa röltir af stað

IMG_8157

Gönguklúbburinn Gunna fótalausa er óformlegur félagsskapur á Ströndum sem stendur óreglulega fyrir útivist og gönguferðum. Í vetur, yfir háskammdegið, er ætlunin að fara í gönguferðir í hádeginu einu sinni í viku, einhvers staðar í nágrenni Hólmavíkur. Mikilvægt er að farið sé í auglýstar göngur, hvernig sem viðrar. Það var býsna kalt í fyrstu göngu Gunnu fótalausu nú í haust, en þá var gengið frá kirkjugarðinum á Hólmavík og um Skeljavík. Þar hafa risið tvö ný sumarhús, Samastaðir og Skjólið, sem bæði eru mikið notuð. Myndavélin var með í fyrstu göngu Gunnu fótalausu í haust.

IMG_8158 IMG_8162 IMG_8168 IMG_8169 IMG_8171IMG_8174 IMG_8175 IMG_8176 IMG_8181 IMG_8188 IMG_8195

Ljósm. strandir.saudfjarsetur.is/Jón Jónsson