Upp á síðkastið hafa staðið yfir svokallaðar tónfundir í Tónskólanum á Hólmavík. Á hverjum tónfundi er ákveðinn hópur barna sem sýnir hvað í þeim býr á tónlistarsviðinu að viðstöddum foreldrum og aðstandendum. Tónfundirnir eru frekar óformlegir og fara fram í húsnæði skólans. Tónlistarkennararnir Hildur og Michael hafa umsjón með viðburðunum.