21/12/2024

Kolaport á sunnudaginn

645-kolap1

Danmerkurfarar í 8.-9. bekk Grunnskólans á Hólmavík standa fyrir Kolaporti í Félagsheimilinu á Hólmavík á sunnudaginn kemur, þann 24. nóvember. Strandamenn og nærsveitungar eru hvattir til að mæta á þennan skemmtilega viðburð, til sölu verður margvíslegur varningur,  handverk og söluvara. Kolakaffi verður til sölu, kaffi, kökur, kakó og kruðerí og til skemmtunar verður lifandi tónlist. Þeir sem vilja selja á Kolaportinu geta haft samband við Ester Sigfúsdóttir í síma 693-3474 eða í netfangið kirkjubol@strandir.saudfjarsetur.is, gjald fyrir borðið er kr. 500.