22/12/2024

Kynning á Hlökk ehf á súpufundi

photo

Þróunarsetrið á Hólmavík stendur fyrir súpufundum í hádeginu á fimmtudögum í vetur og þegar hafa þrír slíkir þegar verið haldnir. Ýmist er fjallað um atvinnumál, menningu eða mannlíf og er kynning á einstökum fyrirtækjum, félögum eða verkefnum jafnan á dagskránni. Fimmtudaginn 21. nóvember kl. 12:05 verður það útgerðarfyrirtækið Hlökk ehf sem verður kynnt á súpufundi. Fundurinn fer fram í pakkhúsinu á Café Riis og á boðstólum er gómsæt súpa á kr. 1.200.- Þeir sem halda kynningu á súpufundunum er bent á að tala við Þorgeir Pálsson eða Jón Jónsson sem hafa umsjón með fundunum. Meðfylgjandi mynd tók Þorgeir Pálsson.