22/11/2024

Sameining samþykkt í Hólmavíkurhreppi

Talningu atkvæða í kosningu um sameiningu Broddaneshrepps og Hólmavíkurhrepps er lokið og vefnum hefur borist niðurstaðan í síðarnefnda hreppnum. Kjörsókn var tæp 42% í Hólmavíkurhreppi, en 134 mættu á kjörstað á Hólmavík. Af þeim greiddu 108 atkvæði með sameiningu eða 80,7%, en nei sögðu 22 eða 16,4%. Auðir seðlar og ógildir voru 4 eða 2,9%. Úrslitin í Broddaneshreppi verða birt þegar fregnir berast af þeim.